Menning á miðvikudögum og Fjölskyldustundir á laugardögum heim í stofu

Menning á miðvikudögum
Menning á miðvikudögum

Hillur bókabúða og bókasafna eru teknar að fyllast af splunkunýjum og spriklandi ferskum bókum af öllum stærðum og gerðum enda jólabókaflóðið í þann mund að skella á af fullum þunga. Árlega hefur Bókasafn Kópavogs boðið upp á forvitnilegar bókakynningar í húsakynnum sínum en nú í ár mun bókaumfjöllun færast yfir á netið.

Boðið verður upp á tvo þætti vikulega sem fram fara innan viðburðaraðanna Menning á miðvikudögum og Fjölskyldustundir á laugardögum. Þar munu höfundar nýútkominna bóka lesa og ræða um bækur sínar við þáttastjórnendurna Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Guðrúnu Láru Pétursdóttur. Þættirnir verða sendir út á miðvikudögum kl. 12:15 og á laugardögum kl.13 í gegnum Facebook-síðu Menningarhúsanna.


Höfundaspjall í Fjölskyldustundum á laugardögum:

31.10. kl. 13: Ofurhetjan eftir Hjalta Halldórsson

07.11. kl. 13: Vertu þú! Litríkar sögur af fjölbreytileikanum eftir Ingileif Friðriksdóttur og Maríu Rut Kristinsdóttur

14.11. kl. 13: Töfralandið eftir Bergrúnu Írisi

21.11. kl. 13: Hingað og ekki lengra! eftir Þórdísi Gísladóttur og Hildi Knútsdóttur

28.11. kl. 13: Bölvun múmíunnar II eftir Ármann Jakobsson

05.12. kl. 13: Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur


Höfundaspjall í Menningu á miðvikudögum:

28.10.2020 - Lilja Sigurðardóttir: Blóðrauður sjór

04.11.2020 - Ófeigur Sigurðsson: Váboðar

11.11.2020 - Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir

18.11.2020 - Vilborg Davíðsdóttir: Undir Yggdrasil

25.11.2020 - Jón Kalman Stefánsson: Fjarvera þín er myrkur

02.12.2020 - Auður Ava Ólafsdóttir: Dýralíf