Menningarstyrkir Kópavogs afhentir

Styrkþegar menningarstyrkja Kópavogs 2016 ásamt lista- og menningarráði.
Styrkþegar menningarstyrkja Kópavogs 2016 ásamt lista- og menningarráði.

Menningarstyrkir í Kópavogi voru afhentir við hátíðlega athöfn í Salnum 6. apríl. Alls fimmtán aðilar, einstaklingar, hópar, hátíðir og samtök fá styrk úr lista- og menningarsjóði í ár. Heildarupphæð menningarstyrkjanna er um 8 milljónir króna. Lista- og menningarráð Kópavogs fer með stjórn lista- og menningarsjóðs og rennur tiltekið hlutfall af útsvarsstofni í sjóðinn. Hlutverk sjóðsins er að efla grasrótarstarf og auðga menningarlíf bæjarins.

Verkefnin sem styrkt eru í ár eru af margvíslegum toga, þar á meðal listahátíðir, barnamenning, tónleikahald og kórastarf. Verkefnastyrki hljóta lista- og tónlistarhátíðin Cycle, Tónlistarhátíð unga fólksins, Mozart við kertaljós, hádegistónleikaröðin Líttu inn í Salinn, uppsetning á frumsömdu verki í samstarfi við Molann, tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs, skólakór Kársness og afmæli Samkórs Kópavogs. Rekstrarstyrki hljóta Myndlistarfélag Kópavogs, Sögufélag Kópavogs, Ritlistarhópur Kópavogs, Söngvinir kór aldraðra, Karlakór Kópavogs, Kvennakór Kópavogs og Samkór Kópavogs.

Hér eftir fer nánari útlistun á styrkþegum:

Verkefnastyrkir:

Cycle, tónlistar- og listahátíð. Styrkur til að halda alþjóðlega listahátíð í Kópavogi. Samtals 4.000.000 kr.

Tónlistarhátíð unga fólksins. Styrkur til að halda árleg hátíð í Kópavogi fyrir ungt tónlistarfólk. Samtals 500.000 kr.

Mozart við kertaljós. Styrkur til tónleikahalds í kirkjum í Kópavogi. Samtals 100.000 kr.

Guðrún Birgisdóttir. Styrkur vegna hádegistónleikaraðarinnar Líttu inn í Salinn. Samtals 500.000 kr.

Birnir Jón Sigurðsson. Styrkur til uppsetningar á frumsömdu verki í samstarfi við Molann ungmennahús. Samtals 110.000 kr.

Starfsmannafélag Tónlistarskóla Kópavogs. Styrkur vegna tónleikaraðar kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Samtals 600.000 kr.

Skólakór Kársness. Styrkur til tónleikahalds í tilefni af 40 ára starfsafmæli kórsins. Samtals 500.000 kr.

Samkór Kópavogs. Styrkur vegna viðburða í tilefni af 50 ára afmæli kórsins. Samtals 400.000 kr.

Rekstrarstyrkir:

Myndlistarfélag Kópavogs. Samtals 180.000 kr.

Sögufélag Kópavogs. Samtals 180.000 kr.

Ritlistarhópur Kópavogs. Samtals 120.000 kr.

Söngvinir, kór aldraðra. Samtals 180.000 kr.

Karlakór Kópavogs. Samtals 180.000 kr.

Kvennakór Kópavogs. Samtals 180.000 kr.

Samkór Kópavogs. Samtals 180.000 kr.