Metaðsókn á skipulagsfund

Skýringarmynd að Hamraborgarsvæði eftir breytingar.
Skýringarmynd að Hamraborgarsvæði eftir breytingar.

Tæplega 400 manns fylgdist með streymisfundi um skipulagsmál á Hamraborgarsvæðinu. Fundurinn fór fram fimmtudaginn 14.janúar. Upptaka af honum er aðgengilega á vef bæjarins 

Þetta er metaðsókn á fund um skipulagsmál, en fyrra met var kynningarfundur þegar bryggjuhverfið á Kársnesi var í kynningu en þá mættu um 300 manns á fund sem haldinn var í Fannborg 2.

Boðið var upp á það á fundinum að áheyrendur sendu spurningar í tölvupósti. Leitast var við að svara helstu álitamálum sem birtust í aðsendum póstum, en þess má geta að allir sem senda fyrirspurn fá svar frá Kópavogsbæ.

Stefnt er á að í næstu viku verði spurningar og svör um skipulagsmál á Hamraborgarsvæðinu aðgengilegar. Tekið verður mið af þeim spurningum sem bárust á meðan á fundinum stóð og leitast við að svara öllum fyrirspurnum sem tengjast efni fundarins efnislega.

Þá er bent á að frestur til athugasemda vegna tillagna um skipulag miðbæjar, Traðarreits vestri og Fannborgarreit, rennur út 2. mars, kl. 15.00. Spurningum, athugasemdum og ábendingum verður svarað þegar frestur er runnin út.

Kynningarfundur - smelltu hér