Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri ásamt Ármanni Halldórssyni deildarstjóra framkvæmdadeildar og Bjarka Rúnarssyni.
Nýr íbúðakjarni fyrir fatlað fólk í Kópavogi er langt kominn rúmu ári eftir skóflustungu.
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs skoðaði í dag íbúðakjarna sem er í Kleifakór 2-4. Verkið er langt komið og er áætlað að fyrstu íbúar flytji inn í maí. Alls eru sjö íbúðir fyrir fatlað fólk í Kleifakór.
Síðasti íbúðakjarni sem Kópavogsbær byggði var sambærilegur sjö íbúðakjarni í Fossvogsbrún sem opnaður var í mars árið 2022 og því hafa bæst við 14 nýjar íbúðir fyrir fatlað fólk á þriggja ára tímabili.
Nánar