Gróðurganga í Kópavogsdal

Kópavogsdalur
Kópavogsdalur

Í dalnum er margt áhugavert að skoða og þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gróðurinn í Kópavogsdalnum er bæði gróskumikill og fjölbreyttur og ásýnd hans aðlaðandi fyrir íbúa og gesti.
Í gróðurgöngunni verður leitast við að kynna fólki þann gróður sem fyrir augu ber á þessu vinsæla útivistarsvæði og sagt verður frá sögu svæðisins.

Gönguna leiða Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar og Kristinn H. Þorsteinsson fræðslu- og verkefnastjóri Garðyrkjufélags Íslands.
Lagt verður af stað í gönguna frá bílastæðinu við Digraneskirkju kl. 17:30 og er áætlað að enda á sama stað um kl. 19:00.

Gróðurgangan er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands.​