Næstu skref að Fossvogsbrú

Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna yfir Fossvog.
Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna yfir Fossvog.

Fyrra þrep í framkvæmdaráætlun Fossvogsbrúar er hafið en brúin er hluti af fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar. Ríkiskaup bauð til opinnar hönnunarsamkeppni fyrir hönd Vegagerðarinnar um útlit og hönnun brúar yfir Fossvog og var skilafrestur 21. maí 2021.

 

Samkeppnin er í tveimur þrepum og er nafnleyndar gætt á báðum þrepum fyrir milligöngu trúnaðarmanns sem annast öll samskipti við þátttakendur/keppendur. Alls voru 15 teymi sem skiluðu inn tillögum í fyrra þrep. 

 

Upplýst verður um niðurstöður úr fyrra þrepi í ágúst 2021 og hefst þá seinna þrep hönnunarsamkeppninnar sem er lokað öðrum en höfundum valdra tillagna. Endanleg úrslit munu liggja fyrir í desember 2021. Hönnun lýkur í desember 2022 og framkvæmdir verða 2023 - 2024.

 

Brú yfir Fossvog er ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð almenningsvagna yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar.