Námsgögn án endurgjalds

Börn að leik
Börn að leik

Í fyrsta sinn verða skólagögn án endurgjalds. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir  að skólagögn yrðu án endurgjalds í grunnskólum bæjarins og var sú ákvörðun kynnt þegar fjárhagsáætlun var lögð fram í nóvember 2017.

Samráð var haft við fulltrúa grunnskólanna um gæðakröfur skólagagna en innkaupastjóri Kópavogs hélt utan um útboðið. Tilboði Pennans í gögnin var tekið.  

Skólagögnin sem um ræðir eru stílabækur, reikningsbækur, möppur, vinnubækur, vinnubókarblöð, pappír, ritföng, litir, vasareiknir og fleira.

Þess má geta að allir nemendur í 5.til 10. bekk í Kópavogi fá einnig spjaldtölvur án endurgjalds, en þeim stendur til boða að kaupa þær ef þess er óskað.

Grunnskólar í Kópavogi verða settir fimmtudaginn 23.ágúst. Um fimm þúsund nemendur setjast þá á skólabekk, þar af um 500 í 1. bekk.