Náttúrufræðistofa hlaut hæsta styrkinn

Náttúrufræðistofa Kópavogsbæjar
Náttúrufræðistofa Kópavogsbæjar
Náttúrufræðistofa Kópavogs hlaut hæsta styrkinn í nýlegri úthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytis til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála. Styrkurinn nemur 3,8 milljónum króna og er vegna vöktunar náttúrufræðistofu á vatnsgæðum og lífríki Þingvallavatns.
Hlutverk Náttúrufræðistofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverfisvernd. Dr. Hilmar J. Malmquist er forstöðumaður náttúrufræðistofu.
 

Í verkefnaúthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru 38,4 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 136 milljónum króna.

Náttúrufræðistofa Kópavogs.