Níu starfsmenn eiga 25 ára starfsaldursafmæli

Frá vinstri: Stella Gunnarsdóttir, Össur Geirsson, Helga Einarsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Þórður C…
Frá vinstri: Stella Gunnarsdóttir, Össur Geirsson, Helga Einarsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Þórður Clausen Þórðarson, Sigurbjörg Hauksdóttir, Sigþrúður Bergsdóttir, Kristín Sigrún Halldórsdóttir, Anna Björg Thorsteinsson og Ármann Kr. Ólafsson.

Níu starfsmenn Kópavogsbæjar áttu 25 ára starfsaldursafmæli á árinu 2012. Þeir voru af því tilefni heiðraðir við hátíðlega athöfn í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar í gær. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, þakkaði þeim farsæl störf hjá bænum og afhenti þeim úr með áletruðum upphafsstöfum sínum.

Bærinn hefur vaxið og dafnað á þessum 25 árum. Íbúafjöldinn í lok árs 1987 var til dæmis 15.037 en í dag eru Kópavogsúar ríflega 31 þúsund.

Af þeim níu sem heiðraðir voru í gær eru fimm starfsmenn leikskóla, þar af þrír leikskólakennarar og tveir leiðbeinendur. Má af því tilefni nefna að sjö leikskólar voru í bænum á árinu 1987 en nú eru þeir orðnir 20. Barnafjöldinn í leikskólum bæjarins hefur á þessum tíma þrefaldast.

Samstarfsmenn fögnuðu þessum áfanga með nímenningunum og eftir ávarp bæjastjóra var hrópað ferfalt húrra fyrir þeim. Að því búnu var boðið upp á léttar veitingar.

Starfsmennirnir eru:

  • Stella Gunnarsdóttir – Leikskólinn Kópasteinn
  • Össur Geirsson – Skólahljómsveit Kópavogs
  • Helga Einarsdóttir – Leikskólinn Álfaheiði
  • Hjördís Jónsdóttir – Leikskólinn Álfaheiði
  • Þórður Clausen Þórðarson - Bæjarskrifstofur
  • Sigurbjörg Hauksdóttir - Bæjarskrifstofur
  • Sigþrúður Bergsdóttir – Velferðarsvið
  • Kristín Sigrún Halldórsdóttir – Leikskólinn Fífusalir
  • Anna Björg Thorsteinsson– Leikskólinn Álfatún