- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Kópavogur býður íbúum í ókeypis núvitundargöngur í nóvembermánuði þar sem við göngum saman og upplifum náttúruna. Við hittumst og fræðumst stuttlega um hvernig við getum verið meira til staðar í lífinu, ræktað huga og heila, dregið úr streitu og aukið vellíðan í daglegu lífi. Í framhaldinu förum við út og æfum okkur í núvitund og upplifun umhverfisins.
Leiðbeinandi verður Bryndís Jóna Jónsdóttir en hún hefur lokið diplomanámi á masterstigi í jákvæðri sálfræði, MA námi í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á fræðslu og starfsánægju.
Fyrsta gangan fór fram þriðjudaginn 12. nóvember. Fjölskylduganga verður sunnudaginnn 17. nóvember og þriðja gangan þriðjudaginn 19. nóvember.
Sunnudag, 17. nóvember kl: 12:00 – 13:30: Hugsað fyrir alla fjölskylduna
Hittumst í Guðmundarlundi við nýtt húsnæði Kópavogsbæjar
Þessi ganga er hugsuð fyrir alla fjölskylduna en hér æfum við okkur í því að stilla inn á skynfærin og upplifa náttúruna á fjölbreyttan hátt í gegnum hreyfingu, leik og kyrrð. Æfingarnar henta ungum sem öldnum.
Þriðjudag, 19. nóvember kl: 17:30 – 19:00.
Hittumst í húsi Siglingafélagsins Ýmis við Naustavör