Nýja strætóskýlið við Vantsendaveg
Nýjum strætóskýlum hefur verið komið fyrir á Vatnsendavegi við Breiðahvarf. Þau eru með lýsingu og á bakvið þau hafa verið hlaðnir fallegir steingarðar. Foreldrum skólabarna í Vatnsendaskóla er einnig heimilt að stöðva bifreið sína á strætóreininni að norðanverðu á meðan börnum er hleypt úr bílnum.
Þaðan er stutt að labba yfir í skólann. Strætóreinin var gerð lengri svo þetta yrði mögulegt en þar með geta foreldrar og forráðamenn losnað við umferðarteppu við skólann.
Ný strætóskýli eru einnig á Digranesbrú og á Dalveginum.
Sveitarfélög sjá um að kaupa strætóskýli í sínum bæ en rekstur strætisvagnanna er sameiginlegur með þeim sveitarfélögum sem eiga Strætó bs.