Ný umferðaljós við Dalveg og Hlíðarhjalla

Umferðaljós við Dalveg og Hlíðarhjalla.
Umferðaljós við Dalveg og Hlíðarhjalla.

Ný umferðastýrð umferðaljós á gatnamótum Dalvegar og Hlíðarhjalla hafa verið tekin í notkun. Umferðaljósin eru umferðastýrð og hefur Dalvegurinn forgang, þannig að ef enginn bill bíður á Hlíðarhjalla þá er grænt ljós á Dalvegi.

Einnig eru ljósinn skynjarastýrð  þannig að þau veita slökkviliði, sjúkrabílum og strætó forgang. Umferð gangandi yfir Dalveginn er hnappastýrð þannig að ýta þarf á hnappinn til að kalla á grænt fyrir gangadi umferð yfir Dalveginn.

Umferðaljósin bæta umferðaflæðið í gatnamótunum og auka verulega öryggi gangandi vegfarenda. Einnig hefur verið gert útskot fyrir strætó og sett verða upp skýli fyrir farþega strætó beggja vegna götunnar.