Nýr Kársnesskóli

Íbúafundur um nýjan Kársnesskóla.
Íbúafundur um nýjan Kársnesskóla.

Hönnun á nýjum Kársnesskóla var kynnt á íbúafundi í vikunni. Jón Ólafur Ólafsson arkitekt frá Batteríinu sem vinnur að hönnun nýs skóla fór yfir hönnun skólans sem nú er á forhönnunarstigi.

Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla kynnti áherslur í nýjum skóla sem mun hýsa leikskóla og 1.-4.bekk grunnskóla.

Fundi stýrði Margrét Friðriksdóttir formaður menntaráðs og forseti bæjarstjórnar Kópavogs. Margrét rakti í upphafi fundar aðdraganda þess að skólinn við Skólagerði var rifinn og ráðist í nýja byggingu.

Á fundinum kom fram að stefnt er að því að bygging nýs skóla verði boðin út í haust en framkvæmdir hefjist um áramót.

Kynning á deiliskipulagslýsingu Kársnesskóla stendur nú yfir. Fundurinn var liður í þeirri kynningu en frestur til að skila inn athugasemdum er til 20.maí og skilist á skipulag@kopavogur.is.

Deiliskipulagslýsing Kársnesskóla.