Nýr leikskólastjóri Baugs

Margrét Björk Jóhannesdóttir.
Margrét Björk Jóhannesdóttir.

Margréti Björk Jóhannesdóttur hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra Baugs. Hún var metin hæfust umsækjenda á grundvelli menntunar og reynslu af stjórnun og rekstri.

Margrét Björk lauk BEd. námi í leikskólakennarafræðum árið 2006 og árið 2011 lauk hún 60 eininga Diplóma námi í Stjórnun menntastofnana frá Menntavísindasviði HÍ. Auk þess hefur hún stundað framhaldsnám í mannauðsstjórnun við HÍ og lýkur í vor MLM gráðu sem er 90 eininga viðbótarnám á meistarastigi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Bifröst.

Margrét Björk hefur starfað við stjórnun í leikskólum frá því hún lauk BEd gráðu á árinu 2006; sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Hún tók þátt í að stýra sameiningu þriggja leikskóla í miðborg Reykjavíkur á árunum 2011-2014. Hún hefur því tekist á við ýmis krefjandi verkefni í stjórnun breytinga, starfsmannamálum og endurskoðun starfshátta, stefnu og skipulags leikskólastarfs.

Margrét Björk hefur skýra faglega sýn á starf með börnum í leikskóla og hefur átt farsælt  samstarf og samskipti við foreldra barna í þeim leikskólum sem hún hefur starfað.

Við óskum Margréti innilega til hamingju með starfið og bjóðum hana velkomna til starfa í leikskólanum Baugi.