Nýtt áfangaheimili í Kópavogi

Á myndinni eru frá vinstri: Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs, Theodóra S. Þ…
Á myndinni eru frá vinstri: Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Vörður L. Traustason framkvæmdastjóri Samhjálpar, Guðmundur Gísli Geirdal bæjarfulltrúi og Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri ráðgjafa- og íbúðadeildar.

Á heimilinu fá íbúar einstaklingsmiðaða þjónustu sem felur í sér stuðning, leiðsögn, kennslu og eftirfylgd í daglegu lífi. Langtíma makmiðið er að íbúar auki færni sína til sjáflstæðrar búsetu.

„Áfangaheimilið er mikilvæg viðbót við þá þjónustu sem  við veitum í Kópavogsbæ og gefur einstaklingum sem glíma við vanda af ólíkum toga nýtt tækifæri,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Þjónusta áfangaheimilisins verður einstaklingsmiðuð og áhersla lögð á að upplýsa íbúa um þá þjónustu sem í boði er og ætla má að nýtist viðkomandi. Átta einstaklingar geta búið á heimilinu á hverjum tíma.

Samstarf verður við velferðarsvið Kópavogsbæjar um málefni íbúa og gerð einstaklingsáætlana auk þess sem faglegur stuðningur og þjónusta verður sóttur til velferðarsviðs eða annarra fagaðila í samráði við velferðarsvið.

Stefnt er að því að áfangaheimilið opni í desember.