Nýtt fróðleiksskilti við gamla Kópavogsbæinn

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Indriði I. Stefánsson fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, Fr…
Á myndinni eru, talið frá vinstri: Indriði I. Stefánsson fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri, Erlendur H. Geirdal, fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, Guðmundur Þorsteinsson skjalavörður á Héraðsskjalasafninu, Þórður Guðmundsson formaður Sögufélags Kópavogs og Hrafn Sveinbjarnarson héraðsskjalavörður.

Fróðleiksskilti um Kópavog og Kópavogsbúið var afhjúpað nýverið við gamla Kópavogsbæinn, sem er elsta húsið í Kópavogi. Á skiltinu er að finna fróðleik um Kópavogsjörðina og Kópavogsbúið.

Fram kemur á skiltinu að engar ritheimildir séu að finna um upphaf búskapar á jörðinni Kópavogi en fornleifarannsóknir hafi leitt í ljós að þar hafi verið búið frá því á miðöldum. Elsti hluti núverandi bæjarhúsa var byggður árið 1904 en síðar var byggt við bæinn þegar kvenfélagið Hringurinn hóf þar búrekstur. Síðustu ábúendur bjuggu í Kópavogsbúinu til ársins 1983.

Alls eru 45 fróðleiksskilti víðs vegar um Kópavog og eru 18 þeirra unnin í samstarfi Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs og það á einnig við um nýja skiltið.

Meira um fróðleiksskilti