Nýtt námsefni í leikskólum Kópavogs

Leikskólastjórar í Kópavogi og starfsfólk menntasviðs Kópavogsbæjar tóku við námsefninu
Leikskólastjórar í Kópavogi og starfsfólk menntasviðs Kópavogsbæjar tóku við námsefninu "Lærum og leikum með hljóðin" en það verður tekið í notkun í Kópavogi á næstunni.

Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, kom færandi hendi á fund leikskólastjóra í Kópavogi með þjálfunarefnið „Lærum og leikum með hljóðin“.

Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu Bryndísar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Þjálfunarefnið Lærum og leikum með hljóðin er hægt að nota til að bæta framburð barna, auka orðaforða og undirbúa læsi. Efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar.

Leikskólastjórar í Kópavogi og starfsfólk menntasviðs Kópavogsbæjar tóku við námsefninu en það verður tekið í notkun í Kópavogi á næstunni.

Bryndís hefur starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur og í tilefni af þessum tímamótum í starfi ákvað Bryndís að gefa efnið til allra leikskóla á Íslandi í samstarfi við IKEA, Marel, Lýsi, Raddlist og hjónin Björgólf Thor og Kristínu Ólafsdóttur. Fyrrgreind fyrirtæki og einstaklingar leggja öll áherslu á að hlúa þurfi að íslenskunni og læsi íslenskra barna.