Óbreytt lánshæfismat Kópavogsbæjar

Logo Kópavogs
Logo Kópavogs

Mat Reitunar á lánshæfi Kópavogs er i.AA2 með stöðugum horfum. Einkunn er óbreytt frá fyrra ári.

Í rökstuðningi Reitunar segir meðal annars:  „Nokkuð bjart er framundan í fjármálum sveitarfélagsins að öðru óbreyttu þar sem efnahagshorfur eru almennt nokkuð góðar, góð eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og innviðir Kópavogs eru traustir. Mikilvægt er hins vegar að haldið verði vel utan um kostnað og fjárfestingar og að áfram verði gætt aðhalds í rekstri.“

Bent er á að skuldahlutfall hafi lækkað hratt, árið 2017 hafi skuldaviðmið Kópavogsbæjar farið niður í 133% og þannig undir viðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Lánshæfismat Reitunar