Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs telja niður í vígslu aparólu neðan Víðigrundar með hjálp barna úr Snælandsskóla.
Ein lengsta aparóla á höfuðborgarsvæðinu, leiktæki, grill og þrektæki er að finna á nýju útivistarsvæði Kópavogsmegin í Fossvogsdal, neðan Víðigrundar.
Útivistarsvæðið var kosið af íbúum Kópavogs í verkefinu Okkar Kópavogur og er hugmyndin komin frá íbúa bæjarins.
Aparólan var vígð í dag af nemendum 1. -4. bekkjar í Snælandsskóla sem fengu liðsinni Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra og Theodóru S. Þorsteinsdóttur formanns bæjarráðs við verkið.
Nú stendur yfir hugmyndasöfnun í íbúalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í annað sinn. Í fyrra voru 34 verkefni kosin áfram af Kópavogsbúum. Þau hafa langflest verið framkvæmd. Meðal þess sem íbúar völdu er ný og betrumbætt leik- og útivitstarsvæði víða um bæinn, endurbætur á skólalóðum, stígar og umferðaöryggismál.
Hér má setja inn hugmyndir að verkefnum