Öldungaráð fundar í fyrsta sinn

Á myndinni eru frá vinstri Pétur Hrafn Sigurðsson, Amanda K. Ólafsdóttir, Þórdís Guðrún Bjarnadótti…
Á myndinni eru frá vinstri Pétur Hrafn Sigurðsson, Amanda K. Ólafsdóttir, Þórdís Guðrún Bjarnadóttir, Baldur Þór Baldvinson, Sigríður Bjarnadóttir, Þórarinn Þórarinsson, Theódóra S. Þorsteindsdóttir og Karen E. Halldórsdóttir.

 Öldungaráð Kópavogsbæjar kom saman á sínum fyrsta fundi 16. nóvember. Fulltrúar ráðsins ráðsins sammála um að það væru skemmtilegir tímar framundan. „Með öldungaráðinu höfum við nú vettvang til að ræða við og tengjast með beinum hætti sístækkandi hópi eldri borgara í Kópavogi sem er mjög spennandi,“ segir Karen E. Halldórsdóttir formaður ráðsins.

Öldungaráðið hefur það hlutverk að afla upplýsinga um málefni bæjarbúa 67 ára og eldri, miðla að þörfum og leggja fram tillögur til úrbóta í samstarfi við nefndir og ráð Kópavogsbæjar.

Ráðið skipa þau Karen E. Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er formaður sem fyrr segir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar, Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Baldur Þór Baldvinsson, Þórarinn Þórarinsson og Þórdís Guðrún Bjarnadóttir sem öll eru fulltrúar Félags eldri borgara. Varamaður er Sigríður Bjarnadóttir sem einnig er fulltrúi Félags eldri borgara. Starfsmaður ráðsins er Amanda K. Ólafsdóttir.

Ráðið mun funda ársfjórðungslega og halda að auki opinn fund árlega með Félagi eldri borgara.