Óperudagar í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi.
Menningarhúsin í Kópavogi.

Óperudagar í Kópavogi er ný óperuhátíð sem haldin verður dagana 1.-5. júní 2016 í Kópavogi. Hún

er skipulögð af ungu tónlistarfólki í nánu samstarfi við Kópavogsbæ en markmiðið er að breyta
Kópavogsbæ í óperusvið í nokkra daga og bjóða gestum og gangandi upp á fjölbreytta dagskrá á sem
flestum stöðum. Fjöldi listafólks mun koma að hátíðinni sem verður sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Auglýst er eftir ungum söngvurum og hljóðfæraleikunum til að taka þátt í hátíðinni.

Gamanóperan Brjóst Tíreasíasar

Á hátíðinni er meðal annars stefnt að því að setja upp gamanóperuna Brjóst Tíresíasar (Les mamelles de
Tirésias) eftir Francis Poulenc í Salnum í Kópavogi. Aðstandendur hátíðarinnar efna því til fyrirsöngs fyrir unga söngvara sem eru langt komnir í námi eða nýútskrifaðir og stefna á frekari störf á söngsviðinu í framtíðinni. Í óperunni eftir Poulenc eru 12 misstór hlutverk auk hlutverk kórsins sem allir þátttakendur syngja í.

Leitað er að:
3-4 klassískum söngvurum til að fara með nokkur af smærri hlutverkunum í Les mamelles de Tirésias.
Æfingar munu eiga sér stað í nokkrar vikur í maí 2016 og eftir samkomulagi.

Við bjóðum:
vinnu með fagfólki og dýrmæta reynslu fyrir unga söngvara sem stefna á frekara nám. Þeir munu
njóta handleiðslu fólks sem starfar á sínu sviði hérlendis og erlendis. Um tónlistaræfingar, leikstjórn og
undirbúning sjá meðal annars Matthildur Anna Gísladóttir, Arnbjörg María Danielsen, Hrönn Þráinsdóttir,
Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Árni Kristjánsson.

Fyrirsöngur fyrir Les mamelles mun fara fram mánudaginn 18. janúar næstkomandi í Salnum í Kópavogi
og umsóknarfrestur er til 10. janúar 2016.
 Umsækjendur sendi ferilskrá og upptöku með 1-2 ljóðum/
aríum á operudagar@operudagar.is. Í prufunni verða söngvarar beðnir um að syngja eina aríu eða ljóð á
frönsku auk tveggja verka að eigin vali.

Öllum umsóknum verður svarað og vakni einhverjar spurningar, er hægt að hafa samband með því að
senda póst á ofangreint netfang.

Kammer (tón) leikar
Við leitum að 1-3 manna hóp(um) til að halda kammer(tón)leika í heimahúsum í Kópavogi. Tekið er við
umsóknum frá klassísku og „óklassísku“ tónlistarfólki sem og leikhús- eða öðru listafólki. Bæjarbúar
geta sótt um að halda slíka tónleika þegar líða tekur á næsta ár.

Verkefnið
Þeir sem hafa áhuga á að sækja um eru hvattir til þess að senda drög að áhugaverðri efnisskrá sem
tekur um klukkustund í flutningi. Hún ætti að leita innblásturs frá óperum eða músíkleikhúsi á efnisog/eða tónlistarlegan hátt en öll nánari útfærsla er algjörlega undir umsækjendum komið. Formið
er frjálst en ætti að henta til flutnings í heimahúsum eins og fyrr segir. Hugsanlegt er að þeir hópur/
hópar sem verða fyrir valinu muni taka frekari þátt í hátíðinni á einhvern hátt og verður þá greitt fyrir
þátttöku eftir samkomulagi.

Prufur verða haldnar í seinni hluta janúar og er umsóknarfrestur til 15. janúar 2016. Umsækjendur sendi
ferilskrá og efnisskrá á operudagar@operudagar.is.

Vakni einhverjar spurningar er hægt að hafa samband með því að senda póst á ofangreint netfang.
fyrir hönd Óperudaga,
Guja Sandholt, stjórnandi
Pétur Oddbergur Heimisson, verkefnastjóri
Arna Schram, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi