Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf

Sumarstörf
Sumarstörf

Kópavogsbær hefur undanfarna dagana verið að birta auglýsingar vegna sumarstarfa á kopavogur.alfred.is fyrir einstaklinga fædda 2004 eða fyrr. Fjölmörg störf eru í boði í sumar fyrir áhugasama. Í fyrra voru um 465 sumarstarfsmenn hjá Kópavogsbæ í fjölbreyttum störfum.

Munu auglýsingar birtast jafnt og þétt í febrúar og mars á Alfreð.is.

Í ár má finna fjölbreytta starfsmöguleika má þar meðal annars nefna á smíðavöllum, leikskólum, siglinganámskeiðum, vinnuskóla og margt fleira. Endilega kynnið ykkur framboð starfa með því að fara inn á vefinn kopavogur.alfred.is og sækið um þau störf sem þið hafið áhuga á.

Þau störf sem eru komin til auglýsinga eru eins og áður segir aðeins fyrir einstaklinga fædda 2006 eða fyrr. Þeir sem fæddir eru á frá 2007 til 2010 sækja um í gegnum Vinnuskóla og verður opnað fyrri umsóknir í hann þann 1. apríl.

Hægt er að sækja um störf inná alfred.is.