Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf

Sumarstörf
Sumarstörf

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ, það er þá sem fæddir eru 2003 eða fyrr.

Verða auglýsingar birtar í tvennu lagi fyrir sumarið þann 8. febrúar kemur hluti starfa á síðuna og er umsóknarfrestur til 28. febrúar. Við munum birta auglýsingar á nýjan leik þann 1. mars og verður umsóknarfrestur um þau störf til 31. mars.

Fjölmörg störf eru í boði sumarið 2021 og geta allir sótt um þau störf sem þeir óska eftir á vefnum. Í fyrra voru um 750 manns ráðnir til sumarstarfa hjá bænum.

Allir 14-17 ára unglingar, fæddir 2004-2007, sem eftir því óska, fá sumarvinnu í Vinnuskóla Kópavogs. Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 1.300 unglingar komi þar til vinnu í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir í Vinnuskólann þann 1. apríl. 

Hægt er að sækja um störf inná alfred.is.