Opnu húsi frestað

Úr skipulagsgögnum.
Úr skipulagsgögnum.

Opnu húsi sem halda átti um vinnslutillögu að breyttu deiliskipulagi á Kársnesi er frestað til 3. febrúar. 

Um er að ræða reitinn sem afmarkast af Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1-3, Þinghólsbraut 77 og 79. 

Frestunin er gerð til þess að koma til móts við óskir íbúa en þeim sem höfðu skráð sig á fundinn er þakkað fyrir áhugann. 

Um leið og þeim sem hafa skráðs sig er þakkað fyrir áhugann verður komið til móts við óskir íbúa um að fresta opnu húsi sem halda átti í safnaðarheimili Kópavogskirkju 13. janúar næstkomandi enn frekar til 3. febrúar. Kynningartími vinnslutillögunnar er aftur lengdur samsvarandi til 17. febrúar.

Verði staðan enn óbreytt þann 3. febrúar hvað varðar útbreiðslu Covid-19 er gert ráð fyrir því að fundurinn verði haldinn rafrænt.

 Nálgast má gögn um skipulagsbreytingar á reitnum á vefsíðu Kópavogsbæjar. Ábendingar má senda á netfang skipulagsdeildar skipulag hja kopavogur.is