Páskaopnun í sundlaugum og menningarhúsum

Páskahelgin er frá 28.mars til 1.apríl árið 2024.
Páskahelgin er frá 28.mars til 1.apríl árið 2024.

Opnunartímar í sundlaugar Kópavogs og menningarhúsanna í Kópavogi um páskana er sem hér segir: 

Sundlaugarnar í Kópavogi eru opnar á skírdag frá 08.00-18.00, föstudaginn langa frá 10-18.00 á laugardag fyrir páska 08.00-18.00

Páskadag er opið í Salalaug frá 10.00-18.00 en lokað í Sundlaug Kópavogs. 

Annan í páskum er opið í Sundlaug Kópavogs frá 10.00-18.00 en lokað í Salalaug. 

Bókasafn Kópavogs og Gerðarsafn eru opin skírdag og laugardag fyrir páska en lokuð föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Lindasafn, Salurinn og Náttúrufræðistofa eru lokuð frá skírdegi til annars í páskum. 

MEKÓ um páska

Opnunartímar sundlauga