Plast og pappír í bláu tunnurnar

Kópavogur flokkar plast með pappír.
Kópavogur flokkar plast með pappír.
Bláu ruslatunnurnar

í Kópavogi verða frá deginum í dag bæði fyrir plast og pappír, í stað þess að vera eingöngu fyrir pappír. Tunnurnar verða tæmdar oftar en gert hefur verið hingað til, á 16 daga fresti í stað 28 daga fresti áður. Gráu tunnurnar, fyrir almennt sorp, verða sem fyrr tæmdar á 14 daga fresti.

Nýja flokkunin dregur verulega úr þeim úrgangi sem fer til urðunar og mun auðvelda íbúum bæjarins að leggja sitt af mörkum til að vernda umhverfið. Árið 2015 voru um 1.200 tonn af plasti frá Kópavogsbúum urðuð.

Það sem má fara í bláu tunnurnar er: Sléttur pappi og karton, til dæmis utan af skyndiréttum og kexi, bylgjupappi til dæmis pappakassar, dagblöð, fernur, eggjabakkar, skrifstofupappír, mjúkt plast, til dæmis plastfilma og hart plast til dæmis hreinsiefnabrúsar og skyrdósir.

Allir flokkarnir mega fara beint í tunnuna, þeir vera síðan flokkaðir í sundur þegar komið er með þá á flokkunarstöð.

Verkefnið er þróunarverkefni til eins árs. Á því tímabili verður endurskoðað hversu oft þarf að tæma bláu og gráu tunnurnar tunnurnar. Þá verður metið áður en árið er liðið hver verða næstu skref í flokkun á sorpi í Kópavogi. 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.