- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Glen Matlock, bassaleikari hljómsveitarinnar The Sex Pistols, er heiðursgestur á Kópavogsdögum í ár. Kópavogsdagar hefjast á morgun, 8. maí, en dagskrá þeirra hefur verið dreift í húsi í Kópavogi.
Í bæklingnum er yfirlit yfir helstu viðburði Kópavogsdaga en þar fyrir utan má benda á framlag leikskólabarna til hátíðarinnar. Opið hús verður í mörgum leikskólum á föstudag.
Dagskrá Kópavogsdaga, menningarhátíðar bæjarins, var í morgun dreift til heimila og fyrirtækja í Kópavogi. Kópavogsdagar hefjast á morgun, 8. maí og standa til 11. maí. Í dagskrá Kópavogsdaga, menningarhátíðar bæjarins, er hægt að fá yfirlit yfir alla helstu viðburði Kópavogsdaga. Dagskránni var dreift í morgun til heimila og fyrirtækja í bænum.
Fyrir utan það sem þar kemur fram má benda á framlag leikskólabarna til hátíðarinnar en opið hús er í mörgum leikskólum bæjarins á föstudag. Þar verða sýnd listaverk eftir börnin. Sýningar á verkum þeirra eru einnig í þjónustumiðstöð eldri borgara í Gullsmára og í heilsugæslunni Hvammi. Ítarlegri dagskrá Kópavogsdaga má nálgast á vef hátíðarinnar, kopavogsdagar.is
Heiðursgestur hátíðarinnar er Glen Matlock, bassaleikari hljómsveitarinnar The Sex Pistols. Hann spilar á pönktónleikum á Spot annað kvöld. Þar verða einnig Fræbbblarnir og Q4U. Pönkið á Íslandi á sterkar rætur í Kópavogi og tóku Fræbbblarnir meðal annars sín fyrstu skref á sviði gamla bíóhúss bæjarins, þar sem nú er bæjarstjórnarsalur. Það er því vel við hæfi að pönkið leiki stórt hlutverk á menningarhátíð bæjarins.
Fleiri spennandi atriði má nefna, svo sem veggjalistaverk sem nú er verið að mála á gafl hússins að Hamraborg 9. Listakonan Kristín Þorláksdóttir ætlar að mála þar ljóðið Ómáluð mynd eftir Jón úr Vör og vísa til sterkrar ljóðahefðar bæjarins og yngstu kynslóðanna. Sjón er sögu ríkari og eru bæjarbúar hvattir til að fylgjast með.
Ljóðin verða einnig í hávegum höfð í sundlaugum bæjarins þar sem verðlaunaljóð frá ljóðahátíð bæjarins um Jón úr Vör, fljóta í heitum pottum. Þau verða einnig hengd upp í strætó.