Pure Deli í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Pure Deli opnar dyrnar i Gerðarsafni fimmtudaginn 15. nóvember. Mynd/Pure Deli
Veitingastaðurinn Pure Deli opnar dyrnar i Gerðarsafni fimmtudaginn 15. nóvember. Mynd/Pure Deli

Veitingastaðurinn Pure Deli opnar í Gerðarsafni á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember. Veitingastaðurinn verður opinn frá 9 til 17 alla virka daga og frá 11-17 um helgar. Samhliða þessu breytist opnunartími safnsins  og verður nú opið alla daga vikunnar frá 11-17. Mánudagsopnun í Gerðarsafni hefst mánudaginn 3. desember.

Pure Deli fagnaði nýverið eins árs afmæli í Urðarhvarfi 4 og bætist nú Gerðarsafn við. Áhersla er á vandað og gott hráefni, en á boðstólum eru samlokur og vefjur, súpur og djúsar en auk þess gott kaffi og meðlæti. Um helgar verður boðið upp á brunch.

"Ég fagna því að fá veitingarrekstur í Gerðarsafn. Það styrkir Menningarhús Kópavogs að hafa veitingasölu á svæðinu og ég er sérstaklega ánægð með að hafa náð samstarfi við veitastað með áherslur og metnað Pure Deli," segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. 

Nánar um Pure Deli