Ráðleggingar um fjölbreytt fæðuval

Ráðleggingar embættis landlæknis um fjölbreytt fæðuval.
Ráðleggingar embættis landlæknis um fjölbreytt fæðuval.

Íbúar í Kópavogi hafa fengið sendar ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hollt fæði. Ráðleggingarnar eru á segli sem er tilvalið að setja á ísskáp heimilisins, en á honum eru ábendingar um mikilvægi fjölbreytts fæðuvals. Ráðleggingarnar voru sendar út dagana 25.-26. febrúar.

Kópavogur setti sér lýðheilsustefnu 2017 og hefur unnið að innleiðingu hennar síðan þá með margvíslegum hætti. Dreifing seglanna er hluti af þátttöku Kópavogs í verkefninu Heilsueflandi samfélag í samstarfi við Embætti Landlækni.

„Þetta er góð áminning til okkar allra um að neyta fjölbreyttrar fæðu. Segullinn fer vel á ískápnum og mun sóma sér vel á hverju heimili,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Lesa meira um Lýðheilsustefnu Kópavogs.