Ræktun matjurta

Rætkun matjurta verður kynnt í fræðsluerindi.
Rætkun matjurta verður kynnt í fræðsluerindi.

Fjölbreytt ræktun matjurta í heimilisgarðinn er viðfangsefni fræðsluerindis Jóhönnu B. Magnúsdóttur sem haldið verður í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a, mánudaginn n 14. maí kl. 17:00 – 18:00

Þetta er erindi sem nýtist bæði þeim sem eru óreyndir og lengra komnir. Einnig verður kynnt hvað Kópavogsbær býður upp á hvað varðar matjurtarækt, þ.e. skólagarða fyrir börn og garðlönd fyrir þá eldri, en tekið er við umsóknum um hvort tveggja þessa dagana á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is

Jóhanna frá Dalsá í Mosfellsdal er flestum ræktendum vel kunn fyrir ræktunarstörf sín en að Dalsá rekur hún ræktunar- og fræðslusetur. Markmiðið með starfsemi setursins er að hjálpa fólki að tengjast náttúrunni, efla lífræna ræktun í heimilisgörðum og að reka gróðrarstöð með lífræna grænmetisframleiðslu.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Fræðslufundurinn er liður í samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands og Kópavogsbæjar og er í umsjá Matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins.

.