Rafmagnsbílar á Bæjarskrifstofur Kópavogs

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tekur við lyklum að KIA Soul rafmagnsbíl úr hendi Kristman…
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tekur við lyklum að KIA Soul rafmagnsbíl úr hendi Kristmanns Freys Dagssonar sölustjóra hjá Öskju.

Kópavogsbær hefur fest kaup á þremur Kia Soul EV rafbílum sem verða notaðir sem þjónustubílar fyrir Bæjarskrifstofur Kópavogs.

Tveir bílanna hafa nú þegar verið afhentir og tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, við bíllyklunum fyrir hönd bæjarins.

Með haustinu fær Kópavogsbær síðan þriðja Kia Soul EV rafbílinn og verður sá einn af fyrstu uppfærðu KIA Soul með 452 km drægni samkvæmt WLTP staðli.

Starfsmenn Bæjarskrifstofa Kópavogs hafa afnot af nýju Kia Soul EV bílunum til að sinna erindum á vinnutíma. Alls eru 12 bílar í notkun á bæjarskrifstofunum en þetta eru fyrstu rafbílarnir sem bærinn kaupir fyrir Bæjarskrifstofurnar. Áður hefur Kópavogsbær fest kaup á rafbílum fyrir Þjónustumiðstöð Kópavogs.