Rakel vann upplestrarkeppnina

Glaðbeittir sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar 2014.
Glaðbeittir sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar 2014.

Rakel Svavarsdóttir nemandi í Snælandsskóla vann hina árlegu upplestrarkeppni í sjöunda bekk sem fram fór í Salnum 8. Apríl. Átján keppendur frá  níu grunnskólum Kópavogs tóku þátt. Í öðru sæti var Karen Rut Róbertsdóttir, Smáraskóla, og í þriðja sæti var Brynja Sævarsdóttir, Salaskóla.

Keppendur lásu kafla úr sögunni Ertu Guð, afi eftir Þorgrím Þráinsson og ljóð eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur, eða Erlu. Í lokaumferð lásu keppendur ljóð að eigin vali. Fyrir keppnina léku nemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs þrjú lög og í hléi léku nemendur Tónlistarskóla Kópavogs einnig þrjú lög. Kynnir keppninnar var Hulda Björnsdóttir deildarstjóri í Salaskóla.

Þrír efstu keppendurnir fengu tuttugu, fimmtán og tíu þúsund króna gjafabréf og Félag íslenskra bókaútgefenda gaf öllum þátttakendum bókina Nokkur Ljóð eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu. Grunnskóladeild Menntasviðs gaf öllum keppendunum rauða rós.