Rappþula í Molanum 19. apríl

Sesar A.
Sesar A.

Rappkeppni fyrir þátttakendur 16 ára og eldri af landinu öllu verður haldin í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, 19. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin. Sesar A, einn helsti frumkvöðull íslensks rapps, heldur utan um keppnina.

Enn er hægt að skrá sig í keppnina í gegnum vef Molans.

Tilgangurinn er að efla rappið og hvetja ungt fólk til að tileinka sér rappið. Síðast en ekki síst er markmiðið að skemmta sér og hafa það gaman.

Húsakynni Molans eru í hjarta menningarkjarna Kópavogsbæjar, gegnt Gerðarsafni og Salnum, tónleikahöll bæjarfélagsins.