Rebel, Rebel með Hamraborg Festival hlaut hæsta styrkinn

Styrkþegar ásamt Lista- og menningarráði, Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Soffíu Karlsdóttur …
Styrkþegar ásamt Lista- og menningarráði, Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra og Soffíu Karlsdóttur forstöðumanns menningarmála Kópavogs.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar úthlutaði styrkjum og brautargengi verkefna til 40 umsækjenda sem koma til framkvæmda í bæjarfélaginu á næsta ári. Tilkynnt var um úthlutanir í Salnum í Kópavogi fimmtudaginn 7. desember. Ráðinu bárust 71 umsóknir og úthlutaði 14.250.000 króna.

Stærstu styrkþegar eru;

Menningarfélagið Rebel, Rebel með Hamraborg Festival hlýtur stærsta styrkinn í ár en hann er upp á 6.000.000 krónur.

Hamraborg Festival er listahátíð, samblanda af hverfishátíð og alþjóðlegri listahátíð, sem fagnar Hamraborg og hinni einstöku menningarflóru sem finna má í krókum og kimum hennar. Á þessari hátíð sem er ókeypis öllum má sjá samtímalist, tónlist, gjörninga, dansviðburði og ýmislegt meira. Yfir 100 listamenn og sjálfboðaliðar síðast. Joanna Pawlowska, Ragnheiður Sigurðardóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Sveinn Kristjánsson.

Y gallerý hlýtur þann næststærsta upp á 1.500.000 krónur fyrir sýningarhald og rekstur gallerís í Olís stöðinni við Hamraborg.

List án landamæra – Jóhanna Ásgeirsdóttir hlýtur styrk upp á 600.000 krónur. List án landamæra er listahátíð sem leggur áhersla á list eftir fatlað listafólk. Hátíðin hefur sett upp sýningar og viðburði í Kópavogi undanfarin tvö ár.

Leikfélag Kópavogs fyrir uppfærslu á nýju leikriti næsta haust og Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir með verkefnið DJ amma, ætla aðhalda dj námskeið fyrir eldri borgara með sagnaívafi og lýkur með balli hljóta bæði 500.000 króna styrk.

Kópavogsbær rekur nú fjórar öflugar menningarstofnanir; Bókasafnið, Salinn, Gerðarsafn og Náttúrufræðistofu, sem eru með þéttskipaða starfsemi og dagskrá allan ársins hring, með um 1100 hundrað viðburðir árlega. Gestir menningarhúsanna á síðasta ári voru rúmlega 280.000 sem sýnir þá miklu grósku og það öfluga menningarstarf sem fram fer í Kópavogi.

Lista- og menningarráð styður myndarlega við fjölbreytta menningarstarfsemi sem bæjarbúum stendur til boða án endurgjalds. M.a. Barnamenningarhátíð, Vetrarhátíð, Ljóðstaf Jóns úr Vör, 17. Júní og auk þess reglubundna sameiginlega viðburði sem Menningarhúsin í Kópavogi skipuleggja á borð við Menningu á miðvikudögum, Fjölskyldustundir á laugardögum, Foreldramorgna og skólaheimsóknir leik- og grunnskólabarna í öll menningarhúsin allt árið um kring.

Þá velur ráðið árlega bæjarlistamann Kópavogs með framlagi að upphæð 1,5 milljónum króna. Og leggur til verðlaunafé fyrir myndlistarverðlaun sem kennd eru við Gerði Helgadóttur, listaverkakaup Gerðarsafns, nýsköpun í tónsmíðum sem Salurinn stendur fyrir og tónleikaröðum Salarins Tíbrá, sumardjass og söngvskáld.

Það er því til mikils að hlakka á komandi starfsári en úrvalið bæði fjölbreytt og metnaðarfullt.

Hér má svo finna heildarlista yfir styrkþega;

6.000.000 styrkur

Menningarfélagið Rebel, Rebel með Hamraborg Festival.

Hamraborg Festival er listahátíð, samblanda af hverfishátíð og alþjóðlegri listahátíð, sem fagnar Hamraborg og hinni einstöku menningarflóru sem finna má í krókum og kimum hennar. Á þessari hátíð sem er ókeypis öllum má sjá samtímalist, tónlist, gjörninga, dansviðburði og ýmislegt meira. Yfir 100 listamenn og sjálfboðaliðar síðast. Joanna Pawlowska, Ragnheiður Sigurðardóttir, Snæbjörn Brynjarsson og Sveinn Kristjánsson.

1.500.000 styrkur

Y gallerý

Fyrir sýningarhald og rekstur gallerís í Olís stöðinni við Hamraborg.

600.000 styrkur

List án landamæra – Jóhanna Ásgeirsdóttir

List án landamæra er listahátíð sem leggur áhersla á list eftir fatlað listafólk. Hátíðin hefur sett upp sýningar og viðburði í Kópavogi undanfarin tvö ár.

500.000 styrkur

Leikfélag Kópavogs

Fyrir uppfærslu á nýju leikriti næsta haust

Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir með verkefnið DJ amma.

Halda dj námskeið fyrir eldri borgara með sagnaívafi og lýkur með balli.

400.000 styrkur

Bergþóra Linda Ægisdóttir og félagar Fyrir kammer-leikhús tónverkið Ipsa dixit sem frumflutt verður í Salnum á Óperudögum.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Eva Rún Snorradóttir Fyrir bókmenntahátíð með áherslu á hinsegin málefni.

Oddur Hólm Haraldsson og félagar Fyrir dans og tónlistarverkefnið Undraheimur Rofafjarðar

Kvennakór Kópavogs

Karlakór Kópavogs

Samkór Kópavogs

Styrkir undir 400.000

Anna Guðrún Tómasdóttir fyrir sviðssetningu á verkinu Venus

Ása Valgerður Sigurðardóttir fyrir verkið UNISON - Tónlist og hreyfing 3-5 ára barna

Viktoría Sigurðardóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Auður Finnbogadóttir með djass og söngleikjatónleika sem tengjast jólahaldi

Magnea Tómasdóttir með tónleika á hjúkrunarheimilum og sambýlum í Kópavogi

Vigdís Þóra Másdóttir, Helga Margrét Clarke og Vilhjálmur Ósk Vilhjálms með djasstónleika í Salnum

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir fyrir ritsmiðju

Áslákur Ingvarsson, Óskar Bjartmarsson og Antonia Hevesi fyrir Mozarttónleika í Kópavogskirkju

TDBD hópurinn – Höskuldur Þór Jónsson og félagar fyrir framleiðslu á stuttmynd sem gerist við Elliðavatn

Marína Ósk, Anna Gréta Sigurðardóttir, Silva Þórðardóttir og Rebekka Blöndal með jasstónleika á íslenskum lögum í nýrri útsetningu

Katrín Guðnadóttir og hljómsveitin Fjaðrafok auk dansara með tónleika og ördansiball með fjörugri tónlist frá þriðja áratug síðustu aldar.

Peter Maté fyrir íslenska píanóhátíð í Salnum í september 2024

Ólína, Ásthildur og Marta Ákadætur fyrir tónlistar- og hreyfismiðjuna Máfurinn sem er hugsuð fyrir 8-12 ára börn.

Hanna Rós Sigurðardóttir Tobin fyrir röð sagnakvölda fyrir fullorðna á bókasafni Kópavogs

Evrópusamband píanókennara fyrir Píanókeppni Íslandsdeildar EPTA sem fram fer í Salnum, nóvember 2024.

Sigurður Unnar Birgisson fyrir gerð myndbrota um sögu Kópavogs með áherslu á litagöturnar í Skemmu- og Smiðjuhverfi.

Menningarfélagið Tvíeind með dansverkið MOLTA eftir Rósu Ómarsdóttur sem flutt verður í samstarfi við Íslenska dansflokkinn í Gerðarsafni.

Eva Þyri Hilmarsdóttir og Ragnheiðar Ingunnar Jóhannsdóttir með fjölþjóðlega tónleika sem fjalla um drauma í Salnum næsta haust.

Tinna Þorvalds Önnudóttir og Alda Rut Vestmann með tónleika á verkum kvenkyns tónskálda endurreisnar- og barokktímans.

Ásdís Björg Káradóttir með sagnasmiðju fyrir yngri stig grunnskóla í Kópavogi sem byggir á sköpun, slökun og vináttu.

Kjalar Martinsson með tónleika fyrir eldri borgara í Kópavogi

Andlag fyrir söngleikhúsverkið Söngur Vesturfaranna en að því standa Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Francisco Javier.

Leifur Gunnarsson Myschi – Jazzhrekkur - tónleikadagskrá fyrir unga hlustendur í Salnum.

Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir gerð vegglistaverks í opinberu og einkarými í Kópavogi

Ásgeir Jón Ásgeirsson fyrrum bæjarlistamaður Kópavogs og Jósep Gíslason fyrir fyrstu Heimstónlistarhátíðinni í Salnum í febrúar 2025 en undirbúningur hefst á næsta ári.

Edgars Rugajs og félagar með þriggja tónleika röð þar sem djassgítarinn verður kynntur frá þremur ólíkum sjónarhornum.

Sögufélag Kópavogs fyrir útgáfu- og félagsstarfsemi í bæjarfélaginu

Páll Sólmundur Eydal og félagar með barbershop tónleika.