Regnbogaþrep í miðdepli Kópavogs

Regnbogaþrep á milli Bókasafnsins og Salarins
Regnbogaþrep á milli Bókasafnsins og Salarins

Með þrepunum sýnir Kópavogsbæjar stuðning við réttindabaráttu hinsegin fólks með táknrænum hætti. 

Regnbogaþrepin eru staðsett við Hamraborg og liggja á milli Bókasafnsins og Salarins. Hamraborg er fjölfarinn staður enda ein stærsta samgöngumiðstöð á Höfuðborgarsvæðinu og eru þrepin því kjörinn staðsetning upp á sýnileika regnbogans. 

Útisvæðið við Menningarhúsin í Kópavogi hefur notið mikilla vinsælda í sumar og eru regnbogaþrepin því kærkomin viðbót við fjölbreytt umhverfi Menningarhúsanna.

Kópavogsbær, Hinsegin dagar og BYKO standa að baki verkefninu.

Regnbogaþrep