Rósaganga í Kópavogi

Rósategundin Jóhanna í blóma.
Rósategundin Jóhanna í blóma.

Áhugi almennings á ræktun rósa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár en nokkur hundruð tegundir og yrki rósa geta þrifist hér á landi.

Fimmtudaginn 20. júlí verður gróðurganga um trjásafnið í Meltungu, austarlega í Fossvogsdal, þar sem rósir verða skoðaðar.

Lagt verður af stað frá lysthúsinu í Yndisgarðinum kl. 17:30, sjá kort hér fyrir neðan. Leiðsögn í gróðurgöngunni verður í höndum Samsonar B. Harðarssonar verkefnisstjóra Yndisgróðurs og Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Gönguleiðin telst frekar auðveld frísku fólki en áætlað er að göngunni ljúki við Kjarrhólma um kl: 19:00.

Gróðurgangan er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands með þátttöku Yndisgróðursverkefnisins.

Frekari fróðleikur:

Trjásafnið í Meltungu

Yndisgróður - Rósir fyrir alla

Yndisgarður í Kópavogi