Rósaganga í Kópavogi

Rósir verða skoðaðar í rósagöngu í trjásafninu Meltungu, 31.júlí 2018.
Rósir verða skoðaðar í rósagöngu í trjásafninu Meltungu, 31.júlí 2018.

Áhugi almennings á ræktun rósa hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár en nokkur hundruð tegundir og yrki rósa geta þrifist hér á landi.

Þriðjudaginn 31. júlí nk. verður gróðurganga um trjásafnið í Meltungu, austarlega í Fossvogsdal, þar sem rósir verða skoðaðar.

Fræðslugangan er öllum opin og ókeypis. Mæting er við bílastæðið innst í Kjarrhólma kl. 17:30, sjá meðfylgjandi mynd.

 Leiðsögn í gróðurgöngunni verður í höndum Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar, Samsonar B. Harðarsonar verkefnisstjóra Yndisgróðursverkefnis Landbúnaðarháskóla Íslands og Vilhjálms Lúðvíkssonar formanns Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands.

 Gönguleiðin telst frekar auðveld frísku fólki og áætlað er að göngunni ljúki um kl: 19:00.

 Gróðurgangan er liður í samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Garðyrkjufélags Íslands með þátttöku Yndisgróðursverkefnisins.