Rússlandsdeild 10 ára

Safnahús Kópavogs
Safnahús Kópavogs

10 ára afmælishátíð Rússlandsdeildar Bókasafns Kópavogs verður haldin hátíðleg í safninu fimmtudaginn 3. apríl. Lesið verður úr skáldverkum og rússneskur barnakór syngur.

Dagskráin hefst klukkan 17.15 og stendur í rúman klukkutíma. Lesið verður upp úr Blóðhófni eftir Gerði Kristnýju á íslensku og rússnesku og upp úr Meistaraverkinu eftir Ólaf Gunnarsson sömuleiðis. Rússneskur barnakór syngur. Boðið verður upp á te og kökur