Salalaug opin til 22 á laugardögum

Salalaug
Salalaug

Salalaug í Kópavogi verður opin til klukkan 22.00 á laugardögum í sumar í stað 20.00. Bæjarstjórn samþykkti einróma lengdan opnunartíma á fundi sínum 23. maí síðastliðinn. Tekin hefur verið ákvörðun um lengdan opnunartíma út september að tillögu íþróttaráðs bæjarins.

Sundlaugarnar í Kópavogi eru opnar virkum dögum frá kl. 6.30-22.00 á sumrin. Sundlaug Kópavogs er opin 8.00-20.00 um helgar en Salalaug 8.00-22.00 á laugardögum og frá 8.00-20.00 á sunnudögum.