Salt borið á götur Kópavogsbæjar

Salti verður dreift á götur og gangstéttir Kópavogsbæjar í dag og næstu daga vegna hálku en sandur var borinn á götur bæjarins á laugardag. Byrjað verður á því í dag að salta aðalleiðir en síðan verður farið í íbúagötur.

Stefnt er að því að sem flestar götur bæjarins verði saltaðar í vikunni.

Áfram verður unnið við snjóhreinsun í Kópavogi en notast hefur verið við hátt í tuttugu snjóruðningstæki af ýmsum stærðum og gerðum.

Mikil hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu og er markmiðið með söltun og snjóhreinsun í Kópavogi að auðvelda fólki, gangandi og akandi, að komast leiðar sinnar.