Væntanleg samgöngustefna Kópavogs heitir Nýja línan.
Efnt verður til þriggja pop-up funda í tengslum við væntanlega samgöngustefnu, Nýju línuna. Fundirnir verða í Sundlaug Kópavogs laugardaginn 17. febrúar, Salalaug laugardaginn 24. febrúar og í Smáralind 3. mars.
Fyrirkomulagið er þannig að starfsmenn Kópavogsbæjar og bæjarfulltrúar mæta á staðinn, spjalla við gesti og gangandi og leita eftir ábendingum um samgöngumál í Kópavogi.
Fundirnir í sundlaugunum eru frá 10-12 en í Smáralind frá 12-15.
Nánari upplýsingar um Nýju línuna