Samið um ferðaþjónustu fatlaðra

Kópavogsbær semur við Efstahól ehf. um ferðaþjónustu fatlaðra 2016-2018.
Kópavogsbær semur við Efstahól ehf. um ferðaþjónustu fatlaðra 2016-2018.

Kópavogsbær og akstursfyrirtækið Efstihóll ehf. skrifuðu í dag undir samning um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi. Samningurinn tekur gildi 1. desember og er til fimm ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. Samið var við Efstahól ehf. að undangengnu útboði.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs rituðu undir fyrir hönd Kópavogsbæjar en Andrés Magnússon og Thelma Hrund Andrésdóttir fyrir hönd Efstahóls ehf.

Að jafnaði nota um 250 íbúar ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Kópavogi og er áætlaður heildarfjöldi ferða á ári tæplega 60 þúsund.