Samið um ferðaþjónustu fatlaðra

Á myndinni eru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Haraldur Teitsson framkvæmdastjóri.
Á myndinni eru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Haraldur Teitsson framkvæmdastjóri.

Kópavogsbær og akstursfyrirtækið Teitur Jónasson ehf. hafa undirritað samning um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi. Samningurinn tekur gildi 1. júní og er til fimm ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. Samið var við fyrirtækið að undangengnu útboði.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri ritaði undir undir fyrir hönd Kópavogsbæjar en Haraldur Teitsson framkvæmdastjóri fyrir hönd Teits Jónassonar.

Að jafnaði nota um 400 íbúar ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Kópavogi og er áætlaður heildarfjöldi ferða á ári tæplega 75 þúsund.