Samið við Orkusöluna

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar.

Kópavogsbær hefur gert samning við Orkusöluna um raforkukaup fyrir byggingar í eigu bæjarins. Samningurinn er gerður að undangengnu útboði þar sem tilboð Orkusölunnar reyndist hagkvæmast. Í útboðsgögnum var gerð krafa um að raforkan væri vottuð 100% endurnýjanleg og staðfesting á að fyrirtækið hefði leyfi til að stunda raforkuviðskipti á Íslandi.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar rituðu undir samninginn. Ármann fékk við tækifærið afhentan Græna ljósið frá Orkusölunni en gripurinn er staðfesting á því að fyrirtæki í viðskiptum um Orkusöluna notar einungis 100% endurnýjanlega raforku, með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli.

Þess má geta að heildarnotkun Kópavogsbæjar á rafmagni fyrir stofnanir og dælustöðvar eru um 12,7 GWst.á ári.