- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Fimmtudaginn 29. janúar efnir Kópavogsbær til samráðsfundar um Nýja Auðbrekku með íbúum, húsnæðiseigendum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Kynntar verða hugmyndir ASK arkitekta en þeir voru hlutskarpastir í hugmyndasamkeppni um skipulag athafnasvæðisins við Nýbýlaveg og Auðbrekku. Skoða má ýmis gögn um Auðbrekku og tillögu ASK á slóðinni www.kopavogur.is/audbrekka.
Samráðsfundurinn er næsta skref í vinnu bæjaryfirvalda við þróun Auðbrekkunnar en til stendur að gera deiliskipulag þar á næstunni. Umræðuhópar á fundinum ræða framtíðarskipulag svæðisins og geta þátttakendur þannig komið sjónarmiðum á framfæri áður en vinna við deiliskipulag hefst.
Kópavogsbær efndi til hugmynda samkeppni um svæðið sem markast af Auðbrekku og Nýbýlavegi í samstarfi við fasteignafélagið Lund síðastliðið haust og var sex arkitektastofum boðið að taka þátt. Svæðið hefur tekið breytingum á undanförnum árum og hefur þróast frá því að vera iðnaðarsvæði yfir í verslunar og þjónustusvæði. Í hugmyndum ASK arkitekta er gert ráð fyrir blandaðri byggði atvinnu- og íbúahúsnæðis.
Fundurinn hefst klukkan 17:00 og fer hann fram í Lionssalnum Lundi, Auðbrekku 25-27. Húsið opnar kl. 16:30.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
- Ávarp, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri - Kynning á hugmyndum um ,,Nýja Auðbrekku” Páll Gunnlaugsson, arkitket frá ASK arkitektum - Umræður, vinnufundur - Stofnun Hagsmunasamtaka Auðbrekku, Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs - Lokaorð, Sverrir Óskarsson formaður skipulagsnefndar