Samráðsfundur um Auðbrekku

Tillaga ASK arkitekta að Hamrabrekku gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þar.
Tillaga ASK arkitekta að Hamrabrekku gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis þar.

Fimmtudaginn 29. janúar efnir Kópavogsbær til samráðsfundar um Nýja Auðbrekku með íbúum, húsnæðiseigendum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Kynntar verða hugmyndir ASK arkitekta en þeir voru hlutskarpastir í hugmyndasamkeppni um skipulag athafnasvæðisins við Nýbýlaveg og Auðbrekku. Skoða má ýmis gögn um Auðbrekku og tillögu ASK á slóðinni www.kopavogur.is/audbrekka.

Samráðsfundurinn er næsta skref í vinnu bæjaryfirvalda við þróun Auðbrekkunnar en til stendur að gera deiliskipulag þar á næstunni. Umræðuhópar á fundinum ræða framtíðarskipulag svæðisins og geta þátttakendur þannig komið sjónarmiðum á framfæri áður en vinna við deiliskipulag hefst. 

Kópavogsbær efndi til hugmynda samkeppni um svæðið sem markast af Auðbrekku og Nýbýlavegi í samstarfi við fasteignafélagið Lund síðastliðið haust og var sex arkitektastofum boðið að taka þátt. Svæðið hefur tekið breytingum á undanförnum árum og hefur þróast frá því að vera iðnaðarsvæði yfir í verslunar og þjónustusvæði. Í hugmyndum ASK arkitekta er gert ráð fyrir blandaðri byggði atvinnu- og íbúahúsnæðis.

Fundurinn hefst klukkan 17:00 og fer hann fram í Lionssalnum Lundi, Auðbrekku 25-27. Húsið opnar kl. 16:30.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

- Ávarp, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri - Kynning á hugmyndum um ,,Nýja Auðbrekku” Páll Gunnlaugsson, arkitket frá ASK arkitektum - Umræður, vinnufundur - Stofnun Hagsmunasamtaka Auðbrekku, Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs - Lokaorð, Sverrir Óskarsson formaður skipulagsnefndar