Samráðsgátt um fjárhagsáætlun 2020

Samráðsgátt um fjárhagsáætlun 2020 er opin til 25. september 2020.
Samráðsgátt um fjárhagsáætlun 2020 er opin til 25. september 2020.

Kópavogur leitar eftir ábendingum frá íbúum vegna fjárhagsáætlunar ársins 2020. Rafræn samráðsgátt hefur verið opnuð, og eru íbúar fæddir árið 2006 eða eldri hvattir til að skrá sig inn og koma með ábendingar.

Samráðsgátt - smelltu hér

„Fjárhagsáætlun er eitt mikilvægasta verkefni bæjarstjórnar á hverju ári. Í ljósi þess að við höfum verið að leggja áherslu á samráð við íbúa bæjarins var ákveðið að opna þessa samráðsgátt sem vonandi skilar sér í enn betri fjárhagsáætlun,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Þeir íbúar sem sem eru með rafræn skilríki og eru fæddir árið 2006 og fyrr geta tekið þátt í gegnum samráðsgáttina. Öðrum áhugasömum er bent á að senda ábendingar á netfangið hvertfarapeningarnir@kopavogur.is.

Kjörnir fulltrúar munu svo hafa ábendingar frá íbúum til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogs fyrir árið 2020.

Við innskráningu má sjá ferninga fyrir sjö mismunandi yfirflokka, og má setja þar undir hugmyndir fyrir komandi fjárhagsáætlun. Einnig má ræða og færa rök fyrir og gegn hugmyndum sem búið er að setja inn. Áttundi flokkurinn er merktur „Annað“ og þar má leggja fram tillögur sem ekki eiga heima undir yfirflokkunum sjö.

Þátttaka í samráðsgáttinni er valkvæð og vinnsla þeirra upplýsinga sem safnast byggir á samþykki þátttakenda sem gefið er við innskráningu með rafrænum skilríkjum. Gögnum sem safnast við vinnsluna verður eytt að lokinni úrvinnslu.

Samráðsgáttin verður opin til loka dags 25. september 2019.

Samráðsgátt - smelltu hér

Leiðbeiningar - smelltu hér