Samstarf um heimahjúkrun

Á myndinni eru Gauja Hálfdanardóttir deildarstjóri þjónustu aldraðra, Theodóra S. Þorsteinsdóttir f…
Á myndinni eru Gauja Hálfdanardóttir deildarstjóri þjónustu aldraðra, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Svanhvít Jakobsdóttir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Þórunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar og Aðalsteinn Sigfússon sviðsstjóri velferðarsviðs.

Samstarfssamningur á milli Kópavogsbæjar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var undirritaður þann 20. mars. Samningurinn varðar samstarf milli þessara aðila síðastliðin 10 ár, en er nú aukinn að umfangi og til eins árs.

Samningurinn felur í sér að Kópavogsbær greiðir launakostnað 6,8 stöðugilda félagsliða, en sem ráðnir eru af Heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins. Markmiðið er annars vegar að auka þjónustu við bæjarbúa, en jafnframt að tryggja samhæfingu heimaþjónustu og heimahjúkrun þar sem það á við. Félagsliðar vinna í nánu samstarfi við heimahjúkrun svo sem verkefnum tengdum persónulegri umhirðu og félagslegri virkni notenda.

Félagsliðarnir eru því hluti af hjúkrunarteymi heimahjúkrunar í Kópavogi. Heimahjúkrun hefur, eins og áður segir umsjón með skipulagningu verkefna og heldur utan um daglega stjórnun þjónustunnar.