Fundaröð forsætisráðherra um sjálfbærni.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Fundarstaður höfuðborgarsvæðisins er Salurinn í Kópavogi og verður Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri fundarstjóri á þeim fundi.
Aðrir fundarstaðir eru t.d. Akureyri, Selfoss, Höfn og Egilsstaðir.
Fundurinn í Kópavogi er haldinn 18. apríl hefst kl. 16.00.
Fundirnir eru með svonefndu þjóðfundarsniði, forsætisráðherra flytur opnunarávarp, stutt erindi eru frá sérfræðingur og þá er fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni.
Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.
Nánar um fundina og skráning