Selbrekka 1-11 er gata ársins í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpar íbúa Selbrekku.
Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpar íbúa Selbrekku.

Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 23. ágúst. Átta viðurkenningar voru veittar fyrir hönnun og umhverfi, Trjásafnið í Meltungu fékk viðurkenningu fyrir framlag til ræktunarmála og loks var val á götu ársins kynnt. Selbrekka 1 til 11 er gata ársins en hún var valin af bæjarstjórn Kópavogs fyrr í sumar.

Í Selbrekku afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar viðurkenningarskjöld og flutti ávarp. Þá gróðursettu Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Andri Steinn Hilmarsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs og  Arna Tryggvadóttir íbúi í Selbrekku tré í götunni.

„Við Selbrekka 1-11 standa 5 lágreist raðhús sem mynda fallega og stílhreina heild. Íbúar hafa lagt rækt við að viðhalda sérkenni húsa og skapa falleg garðsvæði.  Samspil forgarða og bygginga mynda fallega heild í landslaginu með samræmi í litum húsa og grænu yfirbragð. Útlit húsanna er afskaplega stílhreint og hafa íbúar viðhaldið því útliti í gegnum tímanna rás og eru húsin enn þann dag í dag mikið prýði fyrir bæjarfélagið,“ segir í umsögn um Selbrekku.

Viðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar 2018:

Endurgerð húsnæðis: 

Hófgerði 5

Eigendur Gunnar Leó Gunnarsson og Bára Dagný Guðmundsdóttir fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngnefndar 2018 fyrir endurgerð húsnæðisins að Hófgerði 5.

 Hönnun:

Naustavör 16-18

Naustavör 16-18 hönnuð af Guðmundi Gunnlaugssyni hjá Teiknistofunni Archus og Gunnar Páll Kristinsson hjá Rýma arkitektum fyrir Byggingarfélag Gylfa og Gunnars

Örvasalir 18

Hönnuður Björgvin Snæbjörnsson hjá Apparat og eigendur Bergrún Svava Jónsdóttir og Ragnar Baldursson fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar 2018 fyrir hönnun Örvasala 18. 

Bæjarlind 7-9

Hönnuður Björn Skaptason hjá Atelier arkitektum og MótX fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar 2018 fyrir hönnun á Bæjarlind 7-9. 

Umhirða húss og lóðar

Álfhólsvegur 40

Eigendur Ingvar Helgi Jakobsson  og Kristín Einarsdóttir fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar 2018 fyrir umhirðu húss og lóðar Álfhólsvegar 40.

Hlíðarvegur 6

Eigendur Sverrir Örn Valdimarsson og Katrín Lára Vilhjálmsdóttir fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar 2018 fyrir umhirðu húss og lóðar Hlíðarvegar 6.

Viðurkenning fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði

Naustavör 7

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars og 

hönnuðir Guðmundi Gunnlaugssyni hjá Teiknistofunni Archus og Gunnar Páll Kristinsson hjá Rýma arkitektum fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar 2018 fyrir umhirðu húss og lóðar á nýbyggingarsvæði að Naustavör 7.

Austurkór 46

Eigendur Svanur Karl Grjetarsson og Sigríður Geirsdóttir og hönnuður Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar 2018 fyrir umhirðu húss og lóðar á nýbyggingarsvæði Austurkór 46.

Framlag til ræktunarmála

Trjásafnið Meltungu

Pétur N Ólason, Friðrik Baldursson, Guðmundur Vernharðsson hjá Gróðrarstöðinni Mörk fá viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar 2018 fyrir framlag til ræktunarmála fyrir Trjásafnið Meltungu. 

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar