Síðsumarsganga

Gönguleið síðsumarsgöngu 2018.
Gönguleið síðsumarsgöngu 2018.

Árleg síðsumarsganga Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar og Sögufélags Kópavogs verður nk. mánudag, 10. september kl. 17:30-19:00.

Mæting er við gömlu bryggjuna við Bakkabraut (rauður punktur á mynd) og gengið verður eftir Kársnesstíg neðan Þinghólsbrautar og Sunnubrautar. Eins og ævinlega verður sagt frá ýmsu fróðlegu sem fyrir augu ber. Loks verður haldið upp Urðarbraut og gangan endar á Rútstúni (blár punktur á mynd) þar sem verður venju samkvæmt boðið upp á grillpylsur.

Þessi leið milli Bakkabrautar og Rútstúns er um 1,6 km löng og greiðfær. Stysta leið til baka, eftir Kópavogsbrautinni, er um 1,2 km. Fyrir þá sem vilja verður boðið um á akstur frá Rútstúni að Bakkabraut.