Símamótið setur svip sinn á bæjarlífið

Ármann Kr. Ólafsson flytur ávarp
Ármann Kr. Ólafsson flytur ávarp

Símamótið, knattspyrnumót stúlkna í 5., 6., og 7. flokki, hófst í Kópavogi á Kópavogsvelli í kvöld. Um 1.700 fótboltastúlkur hvaðanæva af landinu taka þátt. Mótið stendur yfir dagana 19. til 21. júlí og á vafalaust eftir að setja svip sinn á bæjarlífið.  Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri flutti ávarp á setningarathöfninni. Knattspyrnudeild Breiðabliks heldur utan um  mótið.

Ármann sagði m.a. að í Kópavogi væri rík áhersla lögð á að hlúa vel að íþróttafólki í bænum. Í bænum væru glæsilegar íþróttahallir, sundlaugar og síðast en ekki síst góðir knattspyrnuvellir. Kópavogsbúar væru í hópi bestu íþróttamanna landsins.

Símamótið er stærsta knattspyrnumót landsins og hafa aldrei fleiri lið skráð sig til þátttöku og í ár. Fimmtíu fleiri lið keppa í ár en í fyrra.

Auk keppenda eru á mótinu þjálfarar, foreldrar og aðrir aðstandendur stúlknanna.

Allir fá verðlaunapening fyrir þátttökuna og einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Mótið í ár er 29.  stúlknamót Breiðabliks.

Fleiri myndir frá setningarathöfninni má finna á Facebook-síðu Kópavogsbæjar.